Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Skák Opna mótið í New York: Helgi hreppti deilt 2. - en Fedorowicz sat einn að fyrstu verðlaunum „New York mótið hefur aldrei verið betur skipað en nú,“ sagði José Cuchi, skipuleggjandi þess og aðalhvatamaður, í setningarræðu sinni. Af 89 þátttakendum í efsta flokki voru 47 stórmeistarar, þar af tólf manna sendinefnd frá Sovét- ríkjunum. Það var því ekki hlaupið að þvi að vinna gidl á þessu móti, enda sneru flestir heim slyppir og snauðir - en vonandi þó reynslunni ríkari. Það kom þægilega á óvart að inn- fæddur Bandaríkjamaður skyldi einn ná efsta sæti og fá sigurlaunin óskipt - átján þúsund Bandaríkja- dah, eða um 950 þúsund ísl. kr. John Fedorowicz vissi samt ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta er hann beið eftir því að taka við ávísuninni. „Ég var heppinn,“ sagði hann og lét á sér skiljast að sigurinn hefði verið ósanngjam en hann gæti þó ekkert að honum gert. Fedorowicz tefldi við sex sovéska stórmeistara í sjö síðustu umferð- unum og sjöundi mótherjinn, Ser- gei Kudrin, er einnig fæddur fyrir austan. Hann hafði betur gegn Dorfman, Ehlvest, Rcizuvajev og Mikhail Gurevits og gerði jafntefli við Romanishin, Smyslov og Kudr- in. Þetta er frábær árangur en heilladísimar aðstoðuðu hann þó dyggilega í síðustu umferðunum. Razuvajev sýndi hveijum sem sjá vildi hvemig hann glutraði væn- legri stöðu niður gegn Fedorowicz í næstsíðustu umferð og í lokaum- feröinni ætlaði Mikhail Gurevits - góðkunningi okkar íslendinga frá Reykjavíkurmótinu og Akureyrar- mótinu í fyrra - sér of stóran hlut og vopnin snemst í höndum hans. Fedorowicz gerði sig fyllilega á- nægðan með jafntefli fyrir skákina en er yfir lauk hafði honum tekist að sigra. Sigurvegarinn hiaut 7 vinninga af 9 mögulegum en jafnir í 2.-5. sæti urðu fjórir stórmeistarar með hálfum vinningi minna: Helgi Ól- afsson, Lev Polugajevsky, Boris Gulko og Eric Lobron. AJlmargir skákmenn fengu 6 vinninga: Mar- Skák Jón L. Árnason geir Pétursson, Mik. Gurevits, Dol- matov, Romanishin, Ehlvest, Smyslov, Dreev og Torre, svo flest- ir séu taldir. Margeir hafði frækinn sigur í Lugano í veganesti til New York og í fyrstu umferðunum gekk hon- um allt í haginn. Hann vann Filippseyingana Balinas og Reyes og síðar Júgóslavann Djuric. í lok mótsins vora nokkur þreytumerki á taflmennskunni en honum tókst þó að halda sínum hlut og sleppa við tap gegn óárennilegum hópi: Gulko, Polugajevsky, Smyslov, Lobron, Igor Ivanov og Romanis- hin. Seigla Margeirs og útsjónar- semi í erfiðum stöðum er annáluð, en þessir kostir hans komu vel í ljós í næstsíðustu umferð er hann átti hrók og riddara gegn drottn- ingu Ivanovs. Kanadamaðurinn tefldi ekki sem nákvæmast og Mar- geiri tókst að þæfa taflið og hanga á jafntefli eftir 85 leiki. Helgi tapaði slysalega fyrir sov- éska ungstiminu Boris Gelfand í 2. umferð en fleiri skákum tapaði hann ekki. Jafntefli gerði hann við Polugajevsky, Razuvajev og Lobr- on (í lokaumferðinni) og fimm vinningsskákum getur hann státað af, gegn þremur léttvægum, Henao, London og Carlesson, og tveimur þungavigtarmönnum, Lev Alburt og sjálfum Vassily Smyslov, fyrr- verandi heimsmeistara. Skák Helga og Smyslovs var tefld daginn eftir 68 ára afmæli þess síð- amefnda. Er skemmst frá að segja að Smyslov sá aldrei tfl sólar gegn markvissri taflmennsku Helga. „Byijunin var slæm,“ sagði Smyslov eftir skákina og meira var ekki um hana rætt. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Vassily Smyslov Nimzo-indversk vörn. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Tískusveiflan í skákheiminum í dag. Heimsmeistarinn Kasparov gerði þessa leikaðferð vinsæla á heimsbikarmóti Stöðvar 2 í október og síðan hafa fjölmargir fetað í fót- spor hans. 7. - Bb7 8. f3 c5 9. dxc5 bxc510. e3 d6?! Virðist koma á sama stað niður og 10. - De7 11. Rh3 h6 12. Bh4 d6 13. 0-0-0 Rbd7, en þannig tefldist t.d. skák Margeirs við Brennink- meijer í Lugano. En Helga tekst á einfaldan hátt að sýna fram á van- kanta þessarar áætlunar. Betra er án efa 10. - Rc6 og áfram t.d. 11. Rh3 h6 12. Bh4 Hc8 13. 0-0-0 d5!? en á þennan hátt tefldi Salov með svörtu gegn Jóhanni Hjartarsyni í Amsterdam á dögunum. 11. 0-0-0 De7 12. Bxf6! Ný hugmynd og áhrifarík. Svart- reita biskupinn er oft lykilmaður í þessu afbrigði en nú lætur hann líf sitt með glööu geði því að svartur fær tvípeð og kóngsstaðan riðlast. Leikjaröð heimsmeistarans fyrr- verandi í byijuninni var bersýni- lega ekki sem nákvæmust því að ef hann tekur aftur með drottningu fellur d-peðið bótalaust. 12. - gxfB 13. Re2 Rd7 14. Rf4 Hfd8 15. Rh5 d5 8 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 16. g4! Svartur er þegar kominn í stök- ustu vandræði því að hótuninni 17. g5! er erfitt að mæta. Smyslov gefur peð og reynir að létta á stöðunni. 16. - d4 17. exd4 cxd4 18. Hxd4 e5 19. De3! Kh8 Ekki 19. - Dc5? vegna 20. Rxf6+! RxfB 21. Hxd8+ og síðan fellur drottningin. Hvítur hótaöi 20. Dh6 og ekki síður 20. Hxd7! o.s.frv. 20. Be2 Dc5 21. Dh6 Df8 Það er ömurlegt hlutskipti aö þurfa að bjóða drottningakaup en annað var ekki til ráða. 22. Dxf8+ Rxf8 23. Hxd8 Hxd8 24. Hdl! Að sjálfsögðu mun sterkara en að vinna annað peð með 24. Rxffi vegna Re6 og síðan 25. - Rd4 og svartur nær einhveijum gagnfær- um. Endataflið er vonlaust fyrir svartan, jafnvel þótt Smyslov haldi um stjómvölinn. Bridge íslandsmótið í sveitakeppni: Sveit Pólaiis tók góðan endasprett Eins og kunnugt er af fréttum sigr- aði sveit Pólaris á íslandsmótinu í bridge sem haldið var um bænadag- ana á Hótel Loftleiðum. Sveitina skipa sex þrautreyndir bridgemeistarar, flestir margfaldir íslandsmeistarar og landshðsmenn. Þeir era Karl Sigurhjartarson, Sæv- ar Þorbjömsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Öm Amþórsson, Guð- mundur Páh Amarson og Þorlákui Jónsson. í öðra sæti varð sveit Flugleiða og þriðja sveit Modem Iceland en þess- ar þijár sveitir spha ásamt sveit Kristins Guðjónssonar frá Akureyri í úrshtum á næsta ári samkvæmt nýsamþykktum reglum Bridgesam- bandsins. Síðastnefnda sveitin öðlað- ist réttinn með því að vinna B-riðil- inn. Sú nýbreytni var í A-riðh að sphuð Bridge Stefán Guðjohnsen vora sömu sph á öhum borðum og gerði þaö mótið mun skemmthegra. Hér er „slanga" úr sjöttu umferö. S/ALLIR ♦ 42 ♦ ÁD862 ♦ Á 10653 ♦ Á ♦ G10 3 ♦ K 9 5 4 ♦ K G 9 4 + G 6 ♦ ÁKD 9865 ¥ - ♦ 7 + 10 9 7 4 3 T / ¥ G 10 7 3 ♦ D 8 2 xr n q £ o Á flestum borðum opnaði suður á fjórum spöðum sem norður hækkaði snarlega í sex. í leik Pólaris og Sigf- úsar opnaði Karl á fjórum spöðum og Sævar hækkaði í sex. Anton R. Gunnarsson átti að spila út og lukku- dísin var ekki með honum þegar hann valdi að spha út hjartafimmi. Karl tók svíninguna fegins hendi, kastaði laufi og trompaði hjarta. Síð- an lauf á ásinn, hjarta trompað, lauf trompað, trompin tekin og þegar hjartakóngurinn kom í ásinn vora 13 slagir í höfn. Það vora 1460 th Pólar- is. Á hinu borðinu endaði Gestur Jónsson einnig í sex spöðum og Guð- mundur Páh átti að spha út. Guð- mundur sphaði út trompi og þar með gat Gestur ekki fengið nema 11 slagi, eða hvað? Þótt útsph Guðmundar væri gott gætti hann ekki að sér því hann sphaði út þristinum. Og hveiju máh skiptir það? Gestur átti fallega vinningsleið. Hann sphar tígulás, trompar tígul, sphar laufi á ás og trompar tígul. Síðan trompar hann lauf, trompar tígul, tekur einu sinni tromp og sphar vestri inn á tromp- gosa. Hann verður síðan að spha hjarta og slemman er unnin. Líklega er samt betri leið að trompa tvisvar hjarta og vona að kóngurinn sé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.